| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Er þreyta lóa og spói sinn ljúfa töfraóm

Höfundur:Grétar Fells
Er þreyta lóa og spói sinn ljúfa töfraóm
þá lifnar mér í brjósti gamall strengur.
Því alltaf þegar vorar og vaxa grös og blóm
þá verð ég aftur lítill sveitadrengur.

Þá tekur mig að dreyma um heiða- og fjallafold
og föruneyti ungra meyja og sveina.
Þá langar mig að hlaða mér lítinn bæ úr mold
og leika mér að safni kindabeina.

Þá lít ég aftur seppa og kisu veiðikló
sem kann sitt fag og ekki þarf að brýna.
Og sé ég aftur kusu og lítið lamb í mó
og litla mús sem flýr í holu sýna.

Og aalltaf verð ég söngvinn og ævintýragjarn
þótt aðrir flestir vanans helsi lúti.
Nú kemur blessað vorið. Nú verð ég aftur barn
og vildi helst um nætur liggja úti.