| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Galti dó en fékk þó fyrst


Tildrög

Göltur var búinn að vera á Hólum í Hjaltadal um tíma og orðinn uppivöðslusamur. Þegar hann svo komst inn í mjólkurbúrið og steypti þar öllu niður var mælirinn orðinn fullur og hann tekinn og drepinn.
Galti dó en fékk þó fyrst
fylli sína úr skyrdöllonum.
Ennþá hefur Ísland misst
einn af sínum bestu sonum.