Einar Sigurðsson á Reykjarhóli | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Einar Sigurðsson á Reykjarhóli 1843–1910

55 LAUSAVÍSUR
Einar var fæddur á Nolli við Eyjafjörð, sonur Sigurðar Einarssonar vinnumanns og konu hans, Kristín Jónasdóttir. Einar missti móður sína þriggja ára gamall og var honum þá komið fyrir hjá föðursystur sinni, Rósu Einarsdóttur á Skriðulandi og manni hennar, Stefáni Guðmundssyni. Þau fluttu síðan á Djúpárbakka og þaðan að Vöglum á Þelamörk. Ólst Einar upp hjá þeim hjónum í Eyjafirði en fluttist til Skagafjarðar 1868. Var hann þar fyrst í vistum en varð síðar bóndi á Kárastöðum 1874–1877 og Reykjarhóli hjá Víðimýri 1877-1907. Kona Einars var Rósa Gunnlaugsdóttir. Einar var gleðimaður og ágætur hagyrðingur. (Sjá: Skagfirzkar æviskrár 1890-1910, III. Akureyri 1968), bls. 52 og Hannes Pétursson: „Einar á Reykjarhóli.“ Skagfirðingabók 3, bls. 118–156)

Einar Sigurðsson á Reykjarhóli höfundur

Lausavísur
Allt blágrýti í horngrýti niður
Andinn þvingast ekki fer
Aumastur á Íslands grund
Á Húsavík kom hér til lands
Áður en bragnar búðum loka
Bakkus var mér býsna kær
Bindindismenn á besta vegi
Dröfnóttur með sorgarsvip
Eftir spenning öls og vés
Ei var hryssan hennar löt
Einari nú sýnið sæmd
Ég hef vaðið víða um storð
Ég var eins og ekki neitt
Ég vil fara upp á dekk
Ég vil spritt en ekki hitt í gráa
Féll um hnjóta hér úr hor
Fjártjón líða landsins börn
Flakkar halur heims um slóðir
Flauelsbrúni frakkinn minn
Forðastu bæði fen og dý
Fram til heiða er feikna snjór
Fyrnast tekur frakkinn minn
Gáðu að því góðurinn minn
Halda safni frægir frá
Hefur bull við bændafans
Heyrðu þetta Hallgrímur
Hróðug sést á Hnikarsmey
Ís að strindi áls um rann
Keyptur var að kúra heima
Kjass mælin þar klingja fast
Króks á leiðum ölið enn
Kæta myndi hrund og hal
Lengjast ræður á leiðum hér
Margan Kristján gleður gest
Morgun ræða mín er snjöll
Mýkri aldrei mundi ég sæng
Niðri undir í næði og hita
Norðan gerir næðing senn
Oft á fætur fer um næturtíma
Óhljóð presta og ýmsra þras
Óhreinan og illa þveginn
Reið frá lest með refla gná
Reykjarhóll mér löngum lét
Sigurður læknir séður er
Síst var Dóra sinnið kátt
Spik og rengi ágætt er
Svona eftir fáein fet
Tómt er glas í treyjuvasa mínum
Undirskriftunum í svartnætti safna
Veraldar úr fornri flík
Yrkir bragi býsna hlægilega
Ýmsu er breytt í annan vana
Þar er hvíldin þægust léð
Þessi brekka þykir ekki vera
Þú ert fjáður fyrrtur pín