| Kvæðasafn Borgfirðinga
Kvæðasafn Borgfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA7


Tildrög

Guðmundur Illugason frá Skógum í Flókadal fékk að láni hjá kunningja sínum vísnakver og lét þessa vísu fylgja til baka.
Litla bók með ýmsan óð
arfur forna daga.
Bak við hverja línu og ljóð
liggur starf og saga.

Þó að misjafnt megi sjá,
margt á blöðum þínum
geislar fagrir glampa á
gull í mörgum línum.