| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Þessa hefi ég snöruna snarpa

Höfundur:Jón Arason biskup
Tímasetning:1550


Tildrög

Jón og synir hans tveir höfðu verið teknir til fanga í kjölfar uppreisnar þeirra gegn lútherskum sið.

Skýringar

Vitnað er í stuttan þátt í Flateyjarbók af hinum heiðna Svaða á Svaðastöðum, sem lét fátæklinga grafa gröf sem var ætluð þeim, en Svaði féll í gröfina og dó.
Þessa hefi ég snöruna snarpa
snúið að fótum mér.
Hent hefur áður gilda garpa
að gæta lítt að sér.
Svaði lét semja gröf,
síst hann hafði töf.
En hann sjálfur í hana féll
og allmörg þoldi köf.
Hann hreppti harða pínu
af handaverkum sínum.