| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Matthías Jochumsson barðist móti kenningum um eilífa útskúfun og sögðu sumir að hann hefði drepið djöfulinn í íslenskri þjóðkirkju og fengið fyrir það litlar þakkir ýmissa klerka.
Þorsteinn Erlingsson fór um þær mundir með bók í band og fann bókbindarinn fyrri vísuna inni í henni, en þegar Þorsteinn sótti hana var í henni miði frá bókbindaraum með vísunni: Prestar sáran sakna hans. Nafn bókbindarans er óþekkt.
Er nú sagður andaður
ævidaga fullsaddur
öldungurinn andskoti
óðalsbóndi í helvíti.

Sjá: Prestar sáran sakna hans