| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12


Tildrög

Markús lá á sjúkrahúsi í Reykjavík. þar spurði Valdimar Benónýsson hann hvort hann væri skyldur Agli Jónassyni á Húsavík. Taldi hann andlitsfallið, einkum nefið, benda til að svo gæti verið.
Líf er mörgum lokuð sund
laust í rími og stefjum
þó gaman væri stund og stund
að stinga saman nefjum