| Kvæða- og vísnasafn Árnesinga
Kvæða- og vísnasafn Árnesinga

Innskráning ritstjóra
AAAA12

Angur og mein fyrir auðarrein

Höfundur:Höfundur ókunnur


Um heimild

Vikan 27.tbl. 1943


Tildrög

Sögn er um að Starkaður nokkur frá Stóru-Völlum í Bárðardal, hafi átt unnustu suður í Þrándarholti í Gnúpverjahreppi (sumir segja á Stóra-Núpi). Á leið suður til unnustunnar varð hann úti í Starkaðsveri, sem er framarlega á Gnúpverjaafrétti. Unnustuna dreymdi að hann kæmi til sín og kvæði þessa vísu.

Skýringar

Auðarrein=kona. Skatnar=menn.
Angur og mein fyrir auðarrein
oft hafa skatnar þegið.
Starkaðar bein und stórum stein
um stundu hafa legið.


Athugagreinar