Páll Melsted og Thora Melsted 3. nóv. 1909 (Gullbrúðkaupskveðja frá Kvennaskóla Reykjavíkur) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Páll Melsted og Thora Melsted 3. nóv. 1909 (Gullbrúðkaupskveðja frá Kvennaskóla Reykjavíkur)

Fyrsta ljóðlína:Blessuð tíð, sem heim ber ykkur hjónum
bls.329
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fimmkvætt AbAbCdCd
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1909
1.
Blessuð tíð, sem heim ber ykkur hjónum
heillum krýndan gullinn brúðkaupsdag;
liðnar tíðir svífa fyrir sjónum,
sjáið þessa stund með gleðibrag!
Löng var samvist, lofsæl brautin farna,
léð var fáum svo að hálfna öld;
einstakt dæmi enda mun þess gjarna
endurminnst af Snælands barnafjöld.
2.
Dagur þver og nálgast tekur njóla,
njólan sú sem öllum kveðin er.
Þiggið þá frá ykkar eigin skóla
óskamálin fram sem berum vér.
Njótið gömul gulls í heiðurs sveigi
geisla við, er blíðust kvöldsól ljær,
og er sest hún sæmdar fylgi degi
svo sem heiðnótt beggja minning skær.