A 02 - [Kyrie] Guð | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 02 - [Kyrie] Guð

Fyrsta ljóðlína:Kyrie Guð faðir hæsta traust
bls.7–9
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Kyrie, Guð faðir, hæsta traust 

Sálmur þessi er latneskur að uppruna, frá 10. öld, Kyrie, fons bonitatis, og er svonefnd leisa, það er stutt stef sem sungið var á móðurmáli sem svar við einstökum þáttum messunnar, sérstaklega sekvensíum á hátíðum, og eins við helgigöngur og á pílagrímsferðum. Orðið leisa er dregið af bænaákallinu, kyrie eileison, Drottinn, miskunna oss. Bænin er þýdd á þýsku á 16. öld og varð fastur liður í lútherskum guðsþjónustum. Sálmurinn var snemma þýddur á   MEIRA ↲

1.
Kyrie Guð faðir, hæsta traust,
þú ert vor gleði og lyst,
þyrm oss aumum,
vernda oss frá syndum,
miskunna þig yfir oss.
2.
Kristr, þú ert vor vegur
og það sanna ljós,
lífsins port, dýr kærleikans spegill,
allra kristinna líf og ráð,
þú vart oss til sáluhjálpar gefinn,
miskunna þig yfir oss.
3.
Kyrie heilagur andi æfinligur,
vertu hjá oss miskunnsamligur,
svo vér mættum syndir gráta,
lát oss ei tapast heldur á þig vona,
miskunna þig yfir oss.


Athugagreinar

2.3: lífsins port: hlið lífsins.