| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Vísan var ort á siglingu milli Færeyja og Noregs í fögru veðri. Einhver hafði á orði að langt væri til lands. Skömmu seinna sást farfuglahópur á flugi til norðurs og var honum áætluð ferð til Íslands.

Skýringar

Enn er leiðin löng að sjá
létt þó skeiðin sníði.
Reginbreiðar brautir á
bunguheiðum víði.

Fugli rétt að fljúga heim
fylla þéttan seiminn
verður létt á vængjum tveim
vegar-sléttan geiminn.