| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Baldvin Halldórsson frá Þverárdal kom einu sinni heim þreyttur og þyrstur úr smalamennsku og bað húsmóður sína um svaladrykk. Húsfreyjan var svarkur mikill og kom þeim Baldvini illa saman svo hún vísaði honum í bæjarlækinn. Gæti hann drukkið nægju sína úr honum. Þá kvað Baldvin þessa vísu.

Skýringar

Ósk þá galar andi minn,
öllu skal til kosta,
þig að ali andskotinn
í eilífum kvalaþorsta.