| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Maður einn fór í væna vist.
Varð því að setja upp kaup.
Það var sem að hann þurfti fyrst
þurrka, koppur og staup.
Kjallari,bátur, kjálkaskjól,
kviðreipi, ennisspöng.
Svefnherbergi með sælustól
og sængurklæðin löng.
Þjónustu stutta, þykkva um lær.
Þar með og líka skyrtur tvær.
Af Hoffmannsdropum hálfan spón
hjartað því bilað var.
Á hverjum morgni þessi þjón
þurfti til hressingar.
En hann hvaðst vera eins og ljón
ólmur til vinnunnar.