| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Hringur litli.
Í barnahópnum stóra, var hátíð haldin þá
er Hringur litli birtist með augun skær og blá.
Hann yndi allra var, af öðrum hundum bar
svo fjörugur og kátur og fullur ástúðar.

En örðugt reyndist hvolpi að þola helsi hart
því hann var ósköp lítill og þráði ljósið bjart.
Hann kunni engin orð, því hundur mæla ei má
en maður sem á hjarta hann skilur dýrsins þrá.

Og réttlætinu er fullnægt, hér gistir gremja um sinn.
Nú grætur lítil stúlka, sem missti hundinn sinn.
Því hrekklaust auga hans, var hlýja þessa ranns.
Hann Hringur litli er fallinn og stutt var ævin hans.