| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Nóttin var fádæma fögur
fjær öllum veðranna dyn.
Las ég þá ljóðin og sögur
við ljósanna glampandi skin.

Við hjónin svo fórum í fjósið.
Í fötuna mjólkin var sótt.
Og dvergurinn litli með ljósið
hann lýsti svo vel þessa nótt.

Morguninn mildur og fagur
svo mér varð í hjartanu hlýtt.
Þetta var dýrlegur dagur
svo dásamlegt, hugðnæmt og blítt.