| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Á Laugum var námsmær ein er Björg hét. Þótti hún nokkuð mikið upp á heiminn og lék orð á að skólapiltar færu í næturheimsóknir til hennar. Kom svo að skólastjóri mun hafa hafið rannsókn í málinu og hótað brottrekstrum ef satt reyndist. Út af þessu kvað Konráð Erlendsson þessa vísu.

Skýringar

Verði sakir sannaðar
svo að treysta megi,
eru bjargir bannaðar
bæði á nótt og degi.