| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Maður nokkur, Árni að nafni, bjó á Ólafsfirði. Var hann hávaðasamur nokkuð og málrófsmaður. Falskar tennur hafði Árni og var hann eitt sinn að kvarta um að þær slitnuðu fljótt. Kvaðst hann vera búinn að slíta einum tönnum alveg og fá nýjar og væru þær líka orðnar nokkuð slitnar. Út af þessum ummælum Árna orti Hartmann Pálsson þessa ferskeytlu.

Skýringar

Árni galar upp á kraft,
aldrei þegja kann hann.
Hann er búinn með heilan kjaft
og hálfnaður með annan.