| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Sólin rann til sævar niður
svona eins og hún er vön.
Allt í kring var eirð og friður.
Ein við hvíldum bak við lön.

Loforð bæði ljúf og heit
læddust inn í heyið mjúka.
Rökkurgullin glóði sveit.
Glöðum degi var að ljúka.

Fer minn hugur víða vega
veit ei nokkra bakaleið.
Niðar lækur liðins trega
lifnar glóð, er forðum sveið.
Þar sem litla lindin rann
lön er engin skammt frá brúnni.
Þú batst ást við annan mann.
Allt var heyið gefið kúnni.