| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Ort um kosningar á þing Ungra Framsóknarmanna í Reykjavík er Stefán Valgeirsson frá Auðbrekku var kosinn.
Ílla kaustu Manni minn.
Mér þótti það skitið
að láta blessuð brjóstgæðin
bæla niður vitið.

Vina minna vitfirring
varla spáir góðu.
Ætla að senda suður á þing
sjálfsálit í skjóðu.

Aðgætinn er Ármann minn.
Aura vill hann spara.
Lélegasta lambhrútinn
lét hann suður fara.

Félagsins er fárlegt stand
flokksins okkar Hörgdæla
að kjósa og senda suður á þing
sálarminnstu skepnuna.