| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2
Flokkur:Gamanvísur


Tildrög

Höfundur þessarar ferskeytlu, sem ég veit ekki hver er, dáist að afreki Erlings Pálssonar þegar hann synti úr Drangey til lands og lék þar eftir Gretti Ásmundarsyni. Samt er ekki frítt við að honum bjóði í grun að Erlingur hafi ekki verið jafn frískur og Grettir á eftir.

Skýringar

Dáið (n?) Erlings frægðarför,
finnst þar annar Grettir.
En hafði hann garpsins gáska og fjör
við griðkurnar á eftir?