| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Bítur og erjar boðinn grunn

Höfundur:Höfundur ókunnur
Flokkur:Draumvísur


Tildrög

Íslending nokkurn í Ameríku dreymdi að Þorsteinn Erlingsson kvæði þessa hálykluðu hringhendu sömu nóttina og Þorsteinn lést heima á Íslandi, 27. sept. 1914.
Bítur og erjar boðinn grunn,
bani er í hverjum spölnum,
brýtur á skerjum ísköld unn
undir ferjukjölnum.