| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Guðmundur Ketilsson og Níels skáldi voru litlir vinir. Sagt er að annar þeirra hafi komið að bæ þar sem hinn var fyrir, eftir að farið var að skyggja og hafi hann heilsað óvini sínum með kossi, að þeirrar tíðar sið, og ort síðan þessa ferskeytlu (og aðra samstæða er hefst svo: ?Mér varð á sem mengið fann.?) þegar hann tók eftir mistökunum. Mönnum ber ekki saman um hvor þeirra var fyrir og hvor kom að og gerði vísurnar.

Skýringar

Aðgæslan er öllum hent,
ekki síst á kvöldin;
því mun ég sem barnið brennt
betur forðast eldinn.