| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Sigvaldi Jónsson, Skagfirðingaskáld, var spurður um veður eftir að hann hafði gengið út snemma morguns. Hann svaraði spurningunni með þessari hringhendu. Guðlaugur Sigurðsson telur þessa vísu vera eftir Baldvin Jónsson, skálda.

Skýringar

Blómin hrynja banasjúk,
brim við drynja strendur.
Það er kynja frost og fjúk,
féð í brynjum stendur.