| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Þetta koffort með súrum sveita

Bls.Lbs. 364-5-fol.


Tildrög

Smíðaði ferðakoffort fyrir sr. Ólaf Indriðason á Kolfreyjustað og lét þessar vísur fylgja.
Þetta koffort með súrum sveita
samdi karlinn hann Þorsteinn tól.
Metfé veraldar má það heita
meðan að leirnum fegri er sól.
Allir stórglæpir eigandans
í því rúmast og brestir hans.

Ágirndar kemst á botninn blaðra
belg við öfundar lögð á mis.
Heiptræknisskjóðan hlið við aðra
hórdómspakkvitið andspænis.
Guðleysis pungar gafla við.
Get ég sé komið nóg á hlið.

Ef smásynd fyllir holu hverja
svo hvergi kommist mygla inn.
Þá er ég viss og þori að sverja
að það er nóg klif á vordaginn.
Guðhræðsluskrínan þarf full þá
ef þar á ekki að hallast á.