| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2


Tildrög

Um Ásgrím Pétursson búðarmann á Hofsósi. Hann snoppungaði menn óspart ef honum þótti við þá. Eitt sinn var staddur í búðinni Jóhann bróðir Sigurjóns á Óslandi. Var hann kenndur og lenti í orðahnippingum milli þeirra, sem endaði með því að Jóhann varpaði Ásgrími fram fyrir búðarborðið. Var Ásgrímur þó talinn vel að manni.
Ungur Jóhann afli nógu meður.
Fram fyrir borð í flughasti
fleygja þorði Ásgrími.