| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Mörður týndi tönnum

Höfundur:Bjarni Thorarensen
Bls.109

Skýringar

Fyrirsögn: Sá öfundsjúki
Mörður týndi tönnum,
til það kom af því,
hann beit í bak á mönnum
svo beini festi í;
þó er gemlan eftir ein,
það er sú hola höggormstönn
helst sem vinnur mein.