| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Skýringar

Jólakveðja eftir Jóhannes úr Kötlum.
Það gengur stundum svo margt að mér,
að myrkvast hin bjarta sól.
En veiztu-þegar hjá þér ég er,
að þá eru alltaf jól?

Ó, vertu ekki döpur, vina mín.
Þú veizt, að ég er hjá þér
og hugsa alltaf jafnhlýtt til þín,
hvert á land sem ég fer.

Hið heilaga kvöldið kveikir þú
á kerti við rúmið mitt.
Þá líð ég til þín í ljóssins trú
og loga við hjarta þitt.

Og Jesús gefur þér gleði og frið
og guðdómlegt frelsi sitt.
Og englarnir syngja um sakleysið
við sólelska barnið mitt.

Og þegar að lífi lýkur hér,
við leitum í sama skjól.
Þá verð ég hjá þér og þú hjá mér,
og þá-verða alltaf jól.