| Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra
AAAA2

Skýringar

Neðst á miðanum setndur: Jóhannes úr Kötlum: Ritsafn II 175bls
1.
Aftur fann hún það upp á víst
undur mjúklega á brjóstin þrýst
öllu öðru hún gleymdi.
Unaður meiri en orð fá lýst
inn í skaut hennar streymdi

2.
Blóðheit, frjósöm og fagurbyggð
fann hún komið við sína dyggð,
engan segginn þó sá hún
Heilögum anda yfirskyggð
aftur á bak þar lá hún.

3.
Ástleitni guðsins ofurseld
æfintýrið það sama kveld
syrgði hún sæla meyja.
Almáttugur; Ég held, ég held
hvað skyldi Jósep segja?