Á sumardaginn fyrsta 1923 | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Á sumardaginn fyrsta 1923

Fyrsta ljóðlína:Sléttist hríð um hamra stól
Viðm.ártal:≈ 1923
Tímasetning:1923

Skýringar

Kveðið 29.4.1923.
Sléttist hríð um hamra stól
hvítna víða foldar raðir.
Varla blíða séð fær sól
sumri kvíða vantrúaðir.

Krapa skýja klakkar sjást
kuldinn því oss stingur.
Dagar hlýir fáir fást
fölnar nýgræðingur.