Bændavísur í Hegranesi Skag. um 1783 | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Bændavísur í Hegranesi Skag. um 1783

Fyrsta ljóðlína:Sæmda mestur sjera Snorri
bls.69-
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Bæjavísur
Sæmda mestur sjera Snorri
svo munu flestir kalla það,
er nú prestur í sveit vorri
að er sestur Rípurstað.

Eg vil greina hans ekta kvinna
æ ber hreinan dyggðakrans
motrarrein eg má það inna
maddama Steinunn nefnd til sanns.

Mærðarefnis mun ég glamri
mega stefna fram lengur
bóndinn nefnist Bjarki á Hamri
en baugagefni (Sigríður).

Ort að Ketu eg vil greina
áfram set ég ræðu mín.
Marteinn hjet þar meiður fleina
en móinssetragrund Kristín.

Í Eyhildarholti heitir
hýr og mildur Þorbergur.
Margrjet skildarvíf þar veitir
virt, sem gild og alsnotur.

Að Egg eg veit að vegur er lagður
vítt um sveitir norðurlands.
Hrings er beitir Sigurður sagður
Sigríður heitir konan hans.

Í Keldudal býr mætur maður
minnast skal og gulls á lín
um Eyjólf tala eg vil glaður
er kvennvalið Guðrún mín.

Á Kárastöðum Þorsteinn þægur
þýðust kvinna Guðrún mín
talinn bæði hýr og hægur
hlaðinn sóma gulls og lín.

Á Hellulandi Markús mætur
margt-bætandi veit eg þar
Halla vanda voluðum lætur
víst til handa greiðapar.

Þorðum beinn og ávalt glaður
íta heyra það víða dró
málskír hreinn og mannlundaður
meina ég Sveinn í Nesi þó.

Að Keflavík eg kreika glaður,
kynning slík að mjög er fín,
sæmdaríkur sá býr maður
Sigurður líka Steinunn mín.

Til Garðs skal ljósa götu leggja
greina hrós um Þórða tvö
húsfreyju glósa heitir beggja [glóra]
Halldóra og Rósa nefndar svo

Væn eru gæðin Vatns í koti
víst þar ræðir um margur
sig frá ' eg fæði sjást þar hotin
Solveig bæði og Hallrímur.

Björn í Ási og Margrjet meiga
miðla krásum nægta þar;
þangað rása þollar veiga
þegar að blása nauðirnar.