Eftirmæli um Stefán Benediktsson | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Eftirmæli um Stefán Benediktsson

Fyrsta ljóðlína:Opt með drengnum út hjá Vík
Viðm.ártal:≈ 1923
Tímasetning:1923

Skýringar

Árið 1922 13. maí drukknaði af skipinu Maríönnu Stefán Benediktsson Berghyl. Ljóði orti Guðmundur er hann var staddur við sjó 23. júní 1923.
Opt með drengnum út hjá Vík
ég hef fengið róður.
Nú sést enginn umferð slík.
einn því geng ég hljóður.

Martröð fer um mína sál
mein sem ber á gróin.
Horfin gerast Hara og Ál
höpp sem mér við sjóinn.

Gleðiskinið dvelur dautt
dögg um hrynur brána.
Sárt ég styn að sjá hér autt
sætið vinar dána.

Best sá ráða kunni knörr
kapp ei náði spara
marga háði frægðarför
fram um láðið þara.

Valið lið til fylgdar fann
fjörur við ei tafði.
Djúpa miðin mátti hann
mest, og bið þar hafði.

Snemma róinn sífellt sást
sveigði þó frá grandi.
Vallar sjóar blessun brást
björg opt dró að landi.

Fjarri baga um flyðru völl
fram óragur sótti.
Sýndi lag við sjóstörf öll
sem að haga þótti.

Best sér undi útá mar
ávallt lundar glaður.
Heli bundinn hans var þar
hinsti fundarstaður.

Sjálfs í ráðum sást hygginn
sjómanns dáðir bar hann.
Ævi þráð nær enti sinn
öðrum háður var hann.

Hindrað varla verður það
vörn þá alla þrýtur
þegar kallið kemur að
kappinn falla hlýtur.

Sinn þó hróður söngli dröfn
síst með hljóðin fögur
far vel góða heim í höfn
hjartkær bróður mögur.