Jón Thoroddsen | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Jón Thoroddsen 1818–1868

TVÆR LAUSAVÍSUR
Jón var fæddur 5. okt. 1818 á Reykhólum, sonur hjónanna Þórðar Þóroddssonar beykis og konu hans, Þóreyjar Gunnlaugsdóttur. Hann ólst upp til ellefu ára aldurs hjá fósturforeldrum sínum í Sælingsdalstungu í Dölum. Jón varð stúdent úr Bessastaðaskóla 1840. Hann nam lögfræði við Hafnarháskóla og var sýslumaður í Barðastrandarsýslu og sat í Haga á Barðaströnd. Á síðustu árum sínum var hann sýslumaður Borgfirðinga og bjó á Leirá. Jón var frumkvöðull í skáldsagnaritun á Íslandi. Skáldsaga hans, Piltur og stúlka, kom út 1850 og Maður og kona að honum látnum 1876. Þá var hann með bestu ljóðskáldum 19. aldar. Ljóðmæli hans voru gefin út að honum látnum 1871.

Jón Thoroddsen höfundur

Lausavísur
Brekkufríð er Barmahlíð
Ýfðist brim við auða strönd