Lárus Nordal bóndi Saskatchwan síðast Gimli í Manitoba. | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Lárus Nordal bóndi Saskatchwan síðast Gimli í Manitoba. f. 1879

ÞRJÁR LAUSAVÍSUR
Fæddur á Akranesi, trésmiður í Reykjavík, síðar bóndi í Vatnabyggðum í Saskatchewan, Kanada, síðast á Gimli í Manitoba, Kanada. (Vesturfaraskrá, bls. 129; Borgfirzkar æviskrár VII, bls. 258; Vestur-íslenzkar æviskrár I, bls. 255-256; Gimli Saga, bls. 668-669; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1917, bls. 87 og 1949, bls. 110). Foreldrar: Rafn Guðmundsson Nordal vinnumaður á Akranesi, síðar bóndi í Argylebyggð í Manitoba, Kanada, og barnsmóðir hans Anna Margrét Þorgrímsdóttir Thorgrímsen húskona í Lambhúsum á Akranesi, síðar í Winnipeg í Manitoba, Kanada. (Vesturfaraskrá, bls. 134; Borgfirzkar æviskrár I, bls. 47-48 og IX, bls. 98-99; Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1912, bls. 121 og 1940, bls. 89; Lögberg 19. des. 1894).

Lárus Nordal bóndi Saskatchwan síðast Gimli í Manitoba. höfundur

Lausavísur
Lífið þrátt mig leikur grátt
Varnar blundi vekur mein
Þótt nemi kraftur nokkuð stutt