Gísli (Gíslason) Wium | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Gísli (Gíslason) Wium 1824–1883

ÞRETTÁN LAUSAVÍSUR
Gísli var sonur séra Gísla Evertssonar Wium og konu hans, Álfheiðar Einarsdóttur, sem þá bjuggu á Þórodsstað í Köldukinn þar sem faðir hans var þá aðstoðarprestur. Gísli lærði beykisiðn, fyrst á Skipalóni og síðar í Reykjavík. Kona Gísla var Ingibjörg Snorradóttir frá Desjarmýri og eignuðust þau allmörg börn en flest dóu þau í æsku. Þau hjón bjuggu fyrst á Brekkuseli í Hróarstungu, síðan í Hnefilsdal á Jökuldal og að lokum á Rangá í Hróarstungu en þaðan fluttu þau til Seyðisfjarðar árið 1868 þar sem Gísli stundaði beykisiðn til æviloka. (Heimild: „Smiður bæði á orð og verk.“ Són – tímarit um óðfræði. 8. hefti. Reykjavík 2010, bls. 95–111)

Gísli (Gíslason) Wium höfundur

Lausavísur
Austfirðingar eiga börn með annars konum
Austfirðingar elska flestar eikur spranga
Embætti sér aldrei kaus
Embætti sér aldrei kaus
Ég er að spjalla einn við mann
Gengur slunginn gæðasmár
Gunna sparði hann ekki hót
Hatar flestan sóma sið
Hér hefur Rauður fengið flet
Lystir mig að fara á fætur
Um þig skal ég yrkja vers
Ver fór sú er vildi ann Pál
Vináttan í vorum firði