Benedikt Jónsson í Bjarnanesi | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Benedikt Jónsson í Bjarnanesi 1664–1744

ÁTTA LAUSAVÍSUR
Benedikt var sonur Jóns Illugasonar Hólaráðsmanns og Margrétar dóttur Guðmundar Erlendssonar skálds í Felli. Benedikt varð stúdent úr Hólaskóla 1683. Hann fékk veitingu fyrir Bjarnanesi í Hornafirði 1692 og hélt þann stað til æviloka. Kona hans var Rannveig Sigurðardóttir, kölluð „hin stórráða“. Þau hjón voru barnlaus en ólu upp fósturbörn. Benedikt var með betri skáldum á sinni tíð og var einna fyrstur Íslendinga til að yrkja heimslystarvísur. (Sjá Sagan af Rannveigu stórráðu í Almanaki Hins íslenzka þjóðvinafélags 1932, bls. 82–90).

Benedikt Jónsson í Bjarnanesi höfundur

Lausavísur
Af Eyjasandi út á Vog
Eigðu prestur ungan hest
Einn ég róla út og inn
Hestur hundruð kostar
Heyri þeir sem hefja róg
Margir deilur meina sér
Vakrir hestar vígðir prestar
Þó mig allir tyggi tönnum