Æfisaga (þula) | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Æfisaga (þula)

Fyrsta ljóðlína:Sat ég, og söng
Viðm.ártal:≈ 0
Sat ég og söng
um dægrin löng-
dægrin björt og löng;
en úti streymdi
lækurinn litli
létt hann tyllti
fæti á flatan stein
– inni sat ég ein
drauma mína dreymdi.
Úti standa blómin og bíða
bala skrúða
hól og heyjavöll –
deyja eiga þau öll.
Ekki vil ég, ekki vil ég bíða,
áfram skal líða
veginn vinda fríða.

Opin stendur hurðin á hamrinum
huldurmeyjan grætur
bæði daga og nætur,
huggast ekki lætur –
harmurinn á djúpar rætur.
„Einum unni hún manninum
meðan það var ...,
en það fór þar.“ –
Hættu að gráta meyjan mær
þá máttu heyra
hlæja þér í eyra
alheiminum og meira
-eilífið færist alltaf nær.

Ekki skalt þú ást þína gráta
ei mun hún láta
auðn í þínu hjarta
– ástin bjarta –
Opna það, um því að sjá
sól að sjá –
sól í sálu má!
Meyjan mær,
móðir jörð hlær
gleði hörpu slær.
Nú kvaddi sólin skær,
svefn þér verði vær,
góða nótt!

Heim sný ég fljótt
hugurinn um heimana flýgur
nálin stígur
ótt og fljótt sín spor
sumar, vetur, haust og vor.
Hver vill með mér sitja og sauma
syngja og dreyma
bjarta sumardrauma?
Vel hefi ég æfinni unað,
alltaf þó munað –
alltaf þó ást mína munað.