Áttræðisafmælið | Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga
Kvæða- og vísnasafn Mosfellinga

Innskráning ritstjóra

Áttræðisafmælið

Fyrsta ljóðlína:Nú ert þú áttræð móðir mín
Höfundur:Ásgeir Jónsson
Viðm.ártal:
Flokkur:Afmæliskvæði
Nú ert þú áttræð móðir mín
og mjúka hlýja höndin þín
á ennþá sama yl og þann
sem ég í bernsku fann.
Er titruðu mér tár á kinn
þú tókst í faðminn drenginn þinn
og mjúku móðurhöndin þín
mörg þerraði tárin mín.

En árin liðu eitt og eitt
og öllu hefur tíminn bryett
þó ei er minning björt og blíð
um bernsku minnar tíð.
Móðir min ég þakka þér
það allt sem viett þú hefur mér
þér alfaðir veiti sem endurgjöld
ævinnar fagurt kvöld.