Austanstraumar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Austanstraumar

Fyrsta ljóðlína:Bendir barnsleg þrá
Heimild:Ský.
bls.54
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Bendir barnsleg þrá
bernskuheima til
austurfjöllum frá
finn ég leggja yl.
Hann er hlýr og tær
Hekluglóðum frá
eins og árdagsblær
er mér varmi sá.
2.
Heyri ég helgan óm
í hlýjum austanblæ
ég sit við söng og hljóm
er syrtir yfir bæ.
Fossa fiðluspil
flytur hjartans mál.
Ó ég kenni yl
innst í minni sál.