Austfjarðarþokan | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Austfjarðarþokan

Fyrsta ljóðlína:Austfirðingar allra mest
bls.á Smyrlabjörgum 2008
Viðm.ártal:≈ 2000
1.
Austfirðingar allra mest
elska þokudaga.
Þykk og grá hún þekur flest
sem þörf er á að laga.
2.
Þokan eflir innsæið
andagift og snilli
ástarlífið, útlitið
og allt svo þar á milli.
3.
Ef í þoku þarftu að ná
þér í einhvern maka
þú munt verða að þreifa á
það mun ekki saka.
4.
Sértu karl í roði rýr
reisn þín eystra hækkar.
Í þoku ertu eins og nýr
því allt um helming stækkar.