Sálmur 459 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sálmur 459

Fyrsta ljóðlína:Sá ljósi dagur liðinn er
Viðm.ártal:≈ 1700
1.
Sá ljósi dagur liðinn er,
líður að næturstund,
ó, Herra Jesús, hjá oss ver,
hægan gef þú oss blund.
Gleðji oss Guð í himnaríki.
2.
Fyrirgef oss nú, faðir kær,
það frömdum þér á mót,
með anda þínum oss endurnær,
svo iðran gjörum og bót.
Gleðji oss Guð í himnaríki.
3.
Aðgæt þú oss nú enn í nótt
með engla skildi þín,
að sofna kunnum sætt og rótt
sviptir frá allri pín.
Gleðji oss Guð í himnaríki.
4.
Að morgni aftur upp vek þú
oss á hagkvæmri tíð,
svo af oss þá í sannri trú
syngist þér lofgjörð blíð.
Gleðji oss Guð í himnaríki.


Athugagreinar

Sálmurinn birtist fyrst í Sb 1742