| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Svo hratt flýgur stund að hugurinn tregar um sinn

Höfundur:Hjalti Haraldsson
Bls.103
Flokkur:Hestavísur


Tildrög

Hjalta hefur tekist að fanga stemningu og þetta sérstaka samkomulag knapa og hests í vísunni um Rauð. Gangnahestar þurfa að vera sérlega stilltir, traustir og þolinmóðir.
Seinna eignaðist Hjalti hestinn Blakk og orti um hann síðari vísuna.
Svo hratt flýgur stund að hugurinn tregar um sinn.
Hamingjan veit hvort ég fæ aðra betri í ár.
Æ, vertu eitt augnablik rólegur Rauður minn
meðan rjála´ eg við stútinn og fæ mér dálítið tár.

Eins og krakki eg hef hlakk-
að til flakks í göngum.
Fyrst að hnakkinn hef á Blakk
held ég smakki á föngum.