| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Klæddur peysu prýðilegri

Bls.254
Flokkur:Daglegt amstur


Tildrög

Hjörtur skrifaði mágkonu sinni, Guðbjörgu bréf ( apríl 1960 ) þar sem segir frá fæðingu yngsta barnsins Hjörleifs  Jafnframt þakkar henni fyrir peysu sem hún hafði prjónað handa honum.  Sigríður hafði tekið mynd af Hirti í peysunni, sem fylgdi bréfinu.
Klæddur peysu prýðilegri
prjónaðri af úrvalsskvísu.
Stend ég eins og hreykinn hegri
og hnoða saman þessa vísu.
Ég er annars auðnumaður
einhver mesti á þessu láði.
Í nótt mér fæddist fullskapaður
fjórtán marka efnissnáði.