Krummi | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Krummi

Fyrsta ljóðlína:Oft er kalt í krumma vík
Viðm.ártal:≈ 2000
Tímasetning:1997-2000
Flokkur:Náttúruljóð
Oft er kalt í krumma vík
karlinn hrafn þar situr.
Löngun hans til lífs er rík.
Þar líðst engin rómantík
en oft er krummi út í lífið bitur.

Lifa af litlu krummi kann,
kalt þó blási stundum.
Langa daga leitar hann
leifar frosnar stundum fann,
en kemst ei alltaf að þeim fyrir hundum.

Á sumum bæjum seppi er
slunginn hræ að verja.
Þrár í lund sem vera ber,
þrjóskur safnar hundaher
þá reynir krummi á hundana að herja.

Stríðinn krummi stundum er,
stólpa kjaft hann þenur,
seppa tötur sjálfur ber
saman safnast hrafnager
æðsti krummi við árás lið sitt venur.