Magnús Einarsson á Tjörn | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Magnús Einarsson á Tjörn 1734–1794

FIMMTÁN LAUSAVÍSUR
Magnús var fæddur í Nesi í Eyjafirði 13. júlí 1734. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, síðast spítalahaldari að Möðrufelli, og fyrri kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Saurbæ í Hörgárdal. Magnús „lærði undir skóla hjá Þórarni sýslumanni Jónssyni á Grund og naut styrks hans“, segir Páll Eggert Ólason. Magnús varð stúdent úr Hólaskóla 1759. Hann vígðist að Stærra Árskógi 1763, síðan að Upsum í Svarfaðardal 1765 og að Tjörn í Svarfaðardal árið 1769. Tjörn hélt hann til æviloka, 29. nóvember 1794, og er jafnan kenndur við þann bæ. Eftir hann er mikið efni til, mest óprentað. (Heimild: Páll Eggert Ólason: Íslenzkar æviskrár III, bls. 417)

Magnús Einarsson á Tjörn höfundur

Lausavísur
Að sitja hér við sultarhnjask
Á viknafresti varla fékk ég vatn að drekka
Baðstofukuldinn vondur var Mér veitti pínu
Bókahirðis baugalofn í bás mig kreppti
Börnin sitja heima
Drjúgum þykja mér dægrin löng
Dyggðum safna varla vann
Ekki stæra þarftu þig
Endar dagur ég það finn
Guðs og manna gæsku með
Hún Sigríður hefur sett það með
Klerkur í skeggið grenjar grátt
Sæl og blessuð séuð þið öll á Siglunesi
Þótt Svarfdæla syndin greið
Þykir mér nú stinga í stúf