| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Leggr at lýsibrekku

Bls.181


Tildrög

Vísu þessa fer Hallfreður með við Kolfinnu er hann gistir hjá henni, þar sem hún er í seli, og leggur hana þar í sæng hjá sér. Lætur hann sem hann hafi heyrt að Kolfinna hafi kveðið vísuna til Gríss bónda síns.

Skýringar

Samantekt: Heitr ofremmðar sveiti leggr af Grísi at lýsibrekku leggjar íss – kvǫl þolir hón hjá hǭnum – en dreypilig dýnu Rǭn drúpir hjá hǭnum sem ǫlft á sundi – lund leyfik ljóssa vífa. —  —  — Skýringar: leggjar (handleggjar) ís: silfur; lýsibrekka leggjar íss (silfurs): (sú brekka sem lýsir af silfurskrauti) kona (Kolfinn); – ofremmðar sveiti (sviti): ofurrammur sviti; – dreypilig: dapurleg, niðurlút; drúpa: lúta höfði, vera stúrin; Rǭn: sjávargyðja; dýnu Rǭn: kona; – leyfik: ég   MEIRA ↲
Leggr at lýsibrekku
leggjar íss af Grísi,
kvǫl þolir hón hjá hǭnum,
heitr ofremmðar sveiti,
en dreypilig drúpir
dýnu Rǭn hjá hǭnum,
leyfik ljóssa vífa
lund, sem ǫlft á sundi.