| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Mér í draumi birtust boð

Bls.232


Tildrög

Vísa þessi er sú síðasta í Sögu Snæbjarnar og segir hann svo frá tildrögum hennar undir fyrirsögninni „Lokadraumur“ og er líklega ort nálægt áramótum 1929 og 1930: „Mig dreymdi nýlega, að maður kæmi til mín, fríður og góðmannlegur. Við áttum tal saman og féll vel á með okkur; þegar hann stóð upp til burtferðar, vaknaði ég. — Samtal okkar verður hér ekki ritað, en vísa fæddist út af draum þessum, hún er svona:“
Mér í draumi birtust boð
beina vegu og langa
að bráðum síðsta sólarroð
sjái ég undir ganga.