| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Fýsi þig austur ferðir á

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bein slóð að efni


Tildrög

Einn af síðustu förumönnum á Suðurlandi var Guðmundur Guðmundsson (f. 30. ágúst 1840, d. 9. október 1928), Skaftfellingur að ætt, einsýnn og af þeim sökum nefndur Guðmundur kíkir. Á ferðum sínum um Flóann kom hann ævinlega við á æskuheimili mínu, Króki í Pörtum í Gaulverjabæjarhreppi, og gisti þar um nætursakir eða í mesta lagi orlofsnæturnar þrjár. Mig minnir að hann hafi komið þar í síðasta sinn 1926 eða 27. Fátt man ég sjálfur af orðræðum hans, en ýmislegt heyrði ég haft eftir honum. Mamma sagði mér að hann hefði   MEIRA ↲

Skýringar

Vísa um förumanninn Guðmund kíki
Fýsi þig austur ferðir á,
flestra sveita sníkirinn,
gerðu svo vel og gakktu hjá,
Guðmundur minn kíkirinn.