| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Konu á sér KrossJón

Höfundur:Höfundur ókunnur
Bls.65 og 118
Flokkur:Spássíuvísur

Skýringar

Spássíuvísa úr Syrpu séra Gottskálks í Glaumbæ (Add 11242, bl. 52r) neðarlega á síðu og er fyrirsögn hennar: „Sextánmælt vísa sunnlensk“. Vísan hefur af sumum verið talin um Jón biskup Arason og Helgu, fylgikonu hans, en Jón Helgason telur það ólíklegt og hefur bent á að Kross sá er Kross-Jón er kenndur við geti verið Kross í Landeyjum enda segi Gottskálk í Glaumbæ vísuna sunnlenska. (Gamall Kveðskapur 1979, bls. 73)
Konu á sér Kross-Jón,
kæn er hún og mjög væn,
fríð er þessi faldreið
og frómum rekkum mjög þekk,
svinn er sú seimgunn,
við sveitir teit og bjartleit,
hennar vöxtur er víst klénn,
við virða er hún ei stirð.