Þorrablótsvísur 1863 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þorrablótsvísur 1863

Fyrsta ljóðlína:Nú drekkum, drekkum, drekkum burt
bls.48–49
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1863
1.
Nú drekkum, drekkum, drekkum burt
>vort dauðablóð.
Að bíta lengi brauðið þurrt
og bryðja lífsins remmi-jurt,
það gerir blóðið kalt og kjurt,
>í klakaþjóð.
Því teygum í oss hetju-hug
og hressum lífs og sálardug
>og móð.
2.
En nú er önnur öld en þá,
>er Egill sat
á ölbekk forðum Ármóð hjá
og alla skelfdu, er horfðu á
þær holskeflur af hornasjá,
>sem hirt hann gat.
Og ætli meira ættum vér
hjá Agli bónda „karakter“
> en „gat“?
3.
Þótt bannað sé að bera hjör og
>banaspjót,
þarf enn að verja frelsi og fjör
og forðast marga lyga-ör
og efla lands vors auðnukjör
>með endurbót.
Því framför Íslands, frelsi, trú
í fornum anda signum nú
>vort blót.