Skipaskagi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skipaskagi

Fyrsta ljóðlína:Tel ég fríðan Skipaskaga
bls.186–187
Bragarháttur:Langhenda án forliðar
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1877/1876
1.
Tel ég fríðan Skipaskaga
skínandi við Ránar hvel;
drottins mundin hefir haga
hann í öllu skaptan vel.
2.
Rennislétt mót röðli blika
rósafögur túnin þar.
Bláar hafsins kólgur kvika
kátar viður fjörurnar.
3.
Bænda þar og bygging fögur
brosir fyrir sjónum manns.
Gnægð af fiski gefur lögur.
Grænar eru byggðir lands.
4.
Grund á suðurfróni fegri
finnur ekki þjóðin slyng
eður nokkrum yndislegri
út við breiðan foldar hring.